Viðhaldsþjónusta, Schindler Ísland

Viðhaldsþjónusta

Gæði, áreiðanleiki, viðbragðsflýtir og öryggi


Reglubundin þjónusta með gæði að leiðarljósi

Reglubundin þjónusta með gæði að leiðarljósi

HÉÐINN Schindler sinnir eftirliti með ýmum gerðum af lyftum og rennistigum frá ýmsum framleiðendum. Eftirlitið fer fram skv. gæðakröfum Schindler og íslenskum reglum.

Reglubundið eftirlit tryggir gangöryggi og endingu búnaðarins. Mikið úrval varahluta tryggir að lyftur þurfi ekki að vera lengi úr umferð vegna bilunar.

Allir starfsmenn hafa fengið mikla þjálfun hér heima í viðgerðum og viðhaldsþjónustu. Starfsmenn okkar sækja reglulega kennaranámskeið í höfuðstöðvum Schindler í Sviss. Þaðan koma líka sérfræðingar og halda námskeið hér.

Starfsmenn okkar eru á bakvöktum allan sólarhinginn, alla daga ársins.

 

Viðgerðir, Schindler Ísland

Viðgerðir

Eftirlit og viðgerðir á lyftunum annast rafvirkjar og vélvirkjar. Flestir eru með meistararéttindi í sinni iðngrein.

Með tölvum okkar og nauðsynlegum tækjabúnaði frá framleiðendum getum við lesið bilanakóða og með handbókum leiðbeint um stillingar einstakra hluta.

Iðnmenntaðir starfsmenn tryggja góða þjónustu á sem skemmstum tíma. Það kemur öllum til góða, notendum, rekstraraðila og eigendum búnaðarins.

Schindler getur gert gæfumuninn

Schindler getur gert gæfumuninn

Við störfum með þér til að tryggja rekstur búnaðarins og að hann sé alltaf áreiðanlegur. Með lægsta mögulega stöðvunartíma. Viðhaldmenn okkar starfa þannig að starfsemi byggingarinnar verði fyrir sem minnstri truflun. Með Schindler þér við hlið, getur þú minnkað áhættu, uppfyllt lagalegar kröfur og tryggt áframhaldandi rekstur. Látum Schindler hjálpa þér að gefa aukin gæði til notenda og viðskiptavina þinna með því að halda heildarrekstrarkostnaði lágum.


Héðinn Schindler lyftur ehf.

Tók til starfa 1. janúar 1990 og er því 30 ára. Það varð til við sameiningu Björgvins Kristóferssonar hf., lyftudeildar HÉÐINS og Schindler, sem á nú 51%. Við störfum undir ströngu eftirliti og reglum Schindler samsteypunnar. Starfsmenn sem sjá um eftirlit, viðgerðir og endurnýjanir eru 16. Erum einungis með rafvirkja, vélvirkja og vélstjóra í eftirliti og viðgerðum. Stór varahlutalager fyrir lyfturnar tryggir hámarks rekstraröryggi.

Viðhaldsþjónusta

Bilanir og neyðarútköll

Dagvinnutími: 565 3181

Kvöld- og helgarútköll: 544 4777