Burðargeta: 630 kg - 2.500 kg, 8 - 33 manna
Lyftihæð: allt að 150 m og 50 hæðir
Hraði: frá 1,0 m/s að 3,0 m/s
Schindler 6500 lyftunni fylgir nýjasta tækni áfangastaðastýringar sem greiðir leið og flýtir för þegar mikið liggur við.
Uppfyllir nýja lyftustaðalinn EN81-20 og 50.
Schindler 6500 lyftan er sem sniðin fyrir atvinnuhúsnæði með einstaklega góðu aðgengi og rými í lyftuklefanum. Klefinn lagar sig að lyftustokknum með 50 mm þrepum og dyrnar má staðsetja með eins millimetra þrepum, nákvæmlega þar sem þeim er ætlað að vera.
Schindler 6500 lyftan er búin nýjustu tækni á sviði hreyfiafls og áfangastaðastýringu. Hún stendur eldri gerðum af lyftum mun framar. Hún er fljótari í förum, hljóðlátari og býður meiri þægindi.
Schindler 6500 lyftan eyðir allt að þrjátíu prósent minni orku en fyrri kynslóð af sambærilegum lyftum og er þannig hagkvæmari í rekstri og vistvænni.
Stillið saman litum, efni, lýsingu og hnappabúnaði úr fjórum völdum útgáfum af klefaútfærslum eða hannið klefann eftir eigin höfði. Hönnun á Schindler 6500 lyftunni býður fjölbreytt úrval af nær takmarkalausum möguleikum í útfærslu á klefanum.