Schindler 6300 - Modernization

Schindler 6300

  • Schindler Product Facts
    Burðargeta: 320 kg - 1.125 kg, 3 - 15 manna
  • Schindler Product Facts
    Lyftihæð: allt að 60 m og 20 hæðir
  • Schindler Product Facts
    Hraði: 1,0 m/s og 1,6 m/s

Schindler 6300 lyftan setur svip sinn á hverja byggingu með nýjum stíl og notalegu ferðarými. Hún er af staðlaðri gerð, tæknilega fjölhæf og auðveld í uppsetningu.

Hönnuð til að smellpassa

Ef lág topphæð (HSK) eða gryfjudýpt (HSG) er til staðar þá þarf að fá undanþágu hjá Vinnueftirlitinu áður en lyftan er pöntuð. Uppfyllir nýja lyftustaðalinn EN81-20 og EN81-21 sem er fyrir grunnar gryfjur og lága topphæð.

Schindler 6300 - Út fyrir rammann

Út fyrir rammann

Auðvelt er að laga Schindler 6300 lyftuna að hvaða lyftustokki sem fyrir er og fljótlegt að koma henni fyrir. Allir íhlutir eru forhannaðir. Mun fljótlegra (40%) er að koma henni fyrir en áður var í fyrri gerðum - og er þá átt við uppsetninguna og þá aðlögun á byggingunni sem kann að vera nauðsynleg.

Schindler 6300 - Þægindi og gott rými

Þægindi og gott rými

Rýmið í lyftustokknum má nýta til fulls. Schindler 6300 lyftuklefann má laga að stokknum í tíu millimetra þrepum. Lyftudyrnar má fá í mörgum breiddum.

Schindler 6300 - Græn ferðalausn

Græn ferðalausn

Í dag þarf að hugsa til framtíðar. Schindler 6300 lyftan er létt og laus við skaðlega efnishluta. Hún er gerð með orkusparnað í huga. Orkunýtingin er jöfn allan endingartímann. Efnið í þessari lyftu er nánast að öllu leyti endurnýtanlegt.

Schindler 6300 - Hönnun sem gleður augun

Hönnun sem gleður augun

Schindler 6300 lyftuna má fá með útliti sem fellur vel að byggingunni. Fjölmargar útfærslur með fallegri hönnun lyftuklefans eru í boði. Um 40 tilbúnar útfærslur fyrir innra rýmið eru með margvíslegu sniði, allt frá yfirbragði sem heita má nútímalegt til stíla sem bera með sér glæsibrag og andblæ frá liðinni tíð.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is