Schindler 3000 Plus Stílhrein, hagnýt og sveigjanleg

Schindler 3000 Plus - Stílhrein, hagnýt og sveigjanleg
 • Schindler Product Facts
  Burðargeta: 320 - 1350 kg
 • Schindler Product Facts
  Lyftihæðt: Allt að 75 m
 • Schindler Product Facts
  Hæðafjöldi: mest 25 stopp
 • Schindler Product Facts
  Hraði: 1,0; 1,6 m/s
 • Schindler Product Facts
  Endurnýtanleg orka (regenarative)

Schindler 3000 Plus er gerð til að vera sveigjanleg á allan hátt og passa fullkomlega í húsið þitt. Sérsniðin að fjölbreyttum byggingum í hvaða umhverfi sem er í þéttbýli mun það veita húsinu þínu nýtt líf og auka gildi þess og virkni. Veldu úr mörgum útfærslum, litum og valmöguleikum til að finna bestu mögulegu samsvörun fyrir bygginguna þína.

Schindler 3000 Plus er hluti af nýju vöruúrvali Schindler til að skipta út lyftum í íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði um allan heim, allt frá lægri til meðalhárra húsa og frá einfaldri útfærslu til flókinna krafna.

Aðgengi fyrir alla!

Lyfturnar uppfylla staðal EN81-70, Lyftur fyrir fatlaða. Innifalið er öflugri og auðlesanlegri hnappabúnaður, handrið, spegill á móti inngangshurð, talgervill, Gong o.fl. Lyftan þarf að vera 630 kg eða stærri (Class 2). >Nánar um EN81-70


Schindler 3000 Plus - Hönnuð til að passa – smíðuð til að endast

Hönnuð til að passa – smíðuð til að endast

Hönnuð með þægindi í fyrirrúmi – smíðuð til að endast

Sambland af sér hönnuðum íhlutum og sveigjanleika þar sem þess er þörf, tryggir að auðvelt er að aðlaga eftir núverandi byggingum og veitir þægilegan, hljóðlátan og hagkvæman rekstur. Nýjasta tækni tryggir framúrskarandi orkunýtni og lágmarks umhverfisáhrif.

Hönnuð samkvæmt Svissneskum kröfum

Aðgengi fyrir alla!
Lyfturnar uppfylla staðal EN81-70, Lyftur fyrir fatlaða. Innifalið er öflugri og auðlesanlegri hnappabúnaður, handrið, spegill á móti inngangshurð, talgervill, Gong o.fl. Lyftan þarf að vera 630 kg eða stærri (Class 2). Nánar um EN81-70.


Nýjasta tækni, aukin þægindi

Hraðastýring með breytilegri tíðni tryggir fullkomna orkustjórnun á drifmótor og hurðadrifi, lengir endingartíma íhluta og eykur orkunýtni. Léttur og endingargóður upphengibúnaður (STM) minnka orkuþörf og hljóð og víbring í klefa.


Hönnuð til að passa fullkomlega
Schindler 3000 Plus er forhönnuð til að passa fullkomlega í eldri byggingar. Aðlaganlegar klefastærðir í núverandi lyftustokka, með fjölbreyttum útfærslum á hurðum og millimeters nákvæmni í staðsetningu koma í veg fyrir breytingu á hurðagötum á hæðum. Þá ræður lyftan við mismundi gryfjudýpt og topphæðir og tryggir þar með snögga uppsetningu.


Háþróuð stafræn stýritækni
Schindler lyftustýringin er byggð upp af einingum sem býður aukinn sveigjanleika hvað varðar fjölda opnana, hæða og samstýringu lyfta. Það sem meira er: EPIC snertilausir staðsetningarskynjarar eru nýstárleg og hugvitssöm leið til sem eykur bæði áreiðanleika og nákvæmni.Hágæðalausnir – alla leið. Með snertilausum skynjurum fæst hárnákvæm stöðvun í gólfhæð, sem tryggir öruggt og gott flæði farþega og varnings inn og út úr lyftunni.


Nýstárleg driftækni

Schindler 3000 Plus lyftan er útbúin með drifbúnaði með endurnýtanlegri orkustýringu. Hún felur í sér 30% orkusparnað miðað við hefðbundinn búnað. 


Framúrskarandi vistvænn afkastaget
a
Bætt orkunýting er ómissandi þáttur til að draga úr umhverfisáhrifum á lyftum og þeim byggingum sem þær þjóna. Orkusparandi drifbúnaður með endurnýtingu, LED lýsingarbúnaður og stýring í biðstöðu þegar lyfturnar eru ekki í notkun, eru vistvænn staðalbúnaður í öllum Schindler 3000 Plus lyftum. Það grerir það mögulegt að ná hæsta orkunýtingarstigi: A-flokki (ISO 25745-2)*.


Umhverfisvottun (EPD)

Til að gefa innsýn í vistvæna stöðu lyftanna frá okkur allan líftíma þeirra, leggjum við til umhverfisvottun (EPD). Schindler hefur skráð EDP vottun hjá hjá "International EPD® System" fyrir allar helstu framleiðslulínur okkar, og þar með stigið mikilvægt skref til mats á umhverfisáhrifum varnings okkar, og undirstrikað áframhaldandi vinnu okkar til sjálfbærra lausna. Upplýsingar um vistfræðilegt fótspor lyftanna er hægt að finna í Umhverfisyfirlýsingu okkar (EDP).

*Flokkun er alltaf háð sérstökum stillingum fyrir hvern viðskiptavin. Notkun, burðargeta, sérstakur aukabúnaður og aðstæður í byggingum hafa áhrif á endanlegt mat.

 


Schindler 3000 Plus - Sveigjanleg hönnun

Sveigjanleg hönnun

Schindler 3000 Plus býður framúrskarandi sveigjanleika hvað varðar stærðir á klefa, hurðum og lyftustokksmálum. Með minni rýmisþörf fyrir íhluti eykst stærð klefans og þægindi fyrir farþega.

Besta nýtni á rými

Vélarrúmslaus hönnun
Allur aðal drif-, tog- og stjórnbúnaður er inni í lyftustokknum, sem gerir gamla vélarrúmið nothæft í aðra notkun eða til að láta lyftuna ganga upp á efstu hæð. Þökk sé nettum gírlausum búnaði er hægt að setja stærri klefa í núverandi stokkrými.


Lægri topphæð
Lyftan er hönnuð með öryggisbúnaði fyrir lága topphæð til að geta nýtt núverandi topphæð með fullu öryggi.


Grunn gryfja

Lyftan er með öryggisbúnaði sem gerir okkur kleyft að setja lyftu í stokk með grunnri gryfju.


Einingakerfi, frelsi í stærð á klefa og hurðum

Schindler 3000 Plus býður uppá að aðlaga stærð lyftuklefans með 10 mm bili í breidd frá 760 mm upp í 1600 mm og lengd frá 900 mm upp í 2400 mm. Klefahæð allt að 2400 mm. Hurðir er hægt að staðsetja með 1 millimeters nákvæmni. Hurðir eru með 50 mm bili í breidd frá 750 mm í 1100 mm og 100 mm í hæð frá 2000 mm til 2300 mm.


Minni mótor og drifhjól

Með upphengibúnaði Schindler (STM) verður ferðin hljóðlátari og mýkri án nokkurrar olíu eða smurefnis. STM sparar líka lyftustokkspláss þar sem mótor og drifhjól er minna – 70% minna en í dæmigerðri lyftu.


Stýring- og skoðunarbúnaður innbyggt í hurðakarm
Stýring- og skoðunarbúnaður Schindler 3000 Plus er innbyggður í staðlaðan hurðarkarm eða framhlið oftast á efstu hæð. Þessi lausn einfaldar uppsetningu lyftunnar, veitir auðvelt aðgengi og sparar rými.


Schindler 3000 Plus - Fjölbreyttar stærðir á hurðum

Fjölbreyttar stærðir á hurðum

Að forðast breytingar á hurðaveggjum og gólfi er mjög mikilvægt þegar skipt er um lyftu. Schindler 3000 Plus býður upp á mikið úrval af hurðagerðum og fyrirkomulagi til að passa fullkomlega við núverandi rými og minnka þörfinni á breytingum og sem gerir uppsetninguna hraðari og auðveldari. Minnkar tímann sem byggingin er lyftulaus.

Aðlögun að núverandi lyftustokk

Hurðagerðir og stærðir
Hurðabreidd er boðin í 50 mm skrefum frá 600 mm upp í 1400 mm, í hæð frá 2000 mm upp í 2300 mm í 100 mm skrefum, 2 blaða hliðaropnandi (T2) eða miðjuopnandi tveggja (C2) eða 4 blaða (C4), með einni eða tveim klefahurðum (gegnumgeng). Í sérstökum tilfellum er hægt að fá samhverf eða ósamhverf hurðablöð (C4).


Staðlaðir karmar eða framhliðar

Eftir stærð steinops er val um std. karma eða ef opið er á milli veggja er hægt að fá framhliðar.

 

 


Schindler 3000 Plus - Klár í framtíðina

Klár í framtíðina

Leyfið tækjabúnaði okkar, lausnum og nýsköpun að þjóna ykkur allan líftíma lyftunnar. Við hönnun þeirra notumst við ávallt við hátæknilausnir, allt frá fyrstu skipulagningu til reksturs.

Schindler lyftur eru hannaðar til að mæta tækni næstu kynslóðar

Neyðarsími í lyftur
Allar lyftur koma með GSM neyðarsímabúnaði sem tengist beint á bakvakt. Síminn tengist sjálfvirkt á 72 stunda fresti við netþjón sem lætur vita ef samband næst ekki. Uppfyllum EN81-28 lyftustaðalinn


Nýstárleg uppsetning
*
Nýja INEX (Installation Excellence) kerfið okkar sparar viðskiptavinum ekki einungis undirbúningstíma framkvæmda og efni heldur eykur einnig öryggi og skilvirkni á uppsetningarstað.


Snjöll notkun – fara yfir í stafræna stýringu*
Allar nýjar lyftur okkar eru lagaðar að Schindler Ahead – IoT (Internet of Things) þjónustuframboði okkar. Með Schindler Ahead gerum við viðskiptavinum okkar kleift að stíga af öryggi inn í stafræna tíma.


Notendaupplifun nær nýjum hæðum*
Schindler Ahead Door Show birtir upplýsingar, auglýsingar og tilkynningar á lyftudyrunum. Farþegar fá þannig bæði skemmtun og upplýsingar meðan á biðinni stendur. Gerðu lyftuna að upplýsingamiðli með Ahead Doorshow.

*Ekki boði á Íslandi enn sem komið er


Fjölmargir valkostir á sviði hönnunar og útlits

Veldu innréttingalínu sem passar fullkomlega við innréttingar byggingarinnar. Veldu eina af þrem innréttingalínum og setjið saman með búnaði sem í boði er, t.d. veggi, klefahurð, hnappabúnað, handrið, lýsingu, spegil, fellisæti, ákeyrslulistum og öðrum aukahlutum.

Fyrir sérhönnun á klefa, býrður Schindler 3000 Plus upp á að bæta allt að 30% af burðargetu lyftunnar fyrir efni og útlit af þínu vali. Ef þú vilt hanna þinn klefa með efnivið úr mismundi hönnunarlínum er það í boði.


Einhverjar spurningar, hafið þá samband

Form captcha

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is