Klefi, hurðir o.fl

Með tímanum slitnar innréttingin í klefanum, hann verður "þreyttur". Þá er hægt á einfaldan máta að fríska upp á hann. Ef klefinn er hurðalaus má setja hurðir á klefann til að auka öryggi farþega. Rennihurðir í stað lamahurða. Setja má símamódem sem tengist beint á bakvakt 24/7.


Klefar - innrétting

Klefar - innrétting

Er klefinn orðinn "þreyttur", því ekki að innrétta hann upp á nýtt. Við klæðum lyftuklefa. Einnig setjum við nýtt handrið, spegil frá handlista og upp að lofti, LED ljós, ljósaloft, gólflista, ákeyrslulista, dúk eða flísar. Allt eftir óskum og hugmyndaflugi.

Rennihurð á klefann

Rennihurð á klefann

Sjálfvirkar rennihurðir er oft hægt að setja á klefann. Til aukins öryggis og þæginda og til að uppfylla SNEL öryggisstaðalinn sem gildir í Evrópu.

Hurðadrif

Hurðadrif

Við setjum nýtt hraðastýrt, hljóðlátt rennihurðadrif á klefann eða skiptum út öllum hurðabúnaðinun á klefanum. Stillanlegur hraði.

Fellihurð á klefann

Fellihurð á hurðalausa klefa

Hún tekur ekkert rými fyrir utan klefann og er einfalt að setja hana upp.  Notast þar sem ekki er rými fyrir rennihurðir til hliðanna.

Ljósnemalistar í hurðarop klefans

Ljósnemalisti í hurðarop klefans

Ljósnemalisti er með 74-154 geislum í stað eins geisla ljósnema. Hann skynja fyrirstöðu frá gólfi og upp í 1800 mm hæð. Allar nýjar lyftur koma með ljósnemalistum.

Rennihurðir á hæðir

Rennihurðir á hæðir

Hægt er að setja þær ef rými er til hliðanna. Tveggja og þriggja blaða hliðaropnandi og tveggja og fjögurra blaða miðjuopnandi hurðir. Klefinn gæti styst, þar sem búnaðurinn tekur meira pláss. Sömu aðgerð þarf á klefann.

Hnappar

Þessir hnappar eru notaðir í Schindler 3300 / 6300 lyftum. Fallegir og þægilegir. Sjá hnappa í Schindler 6300 bæklingnum. Við notum þrýstihnappa ekki snertihnappa til að uppfylla staðla f. hreyfihamlaða.

Sími í lyftur

Sími í lyftur

Allar nýjar lyftur eru með símamodemi sem virka þannig að þegar þrýst er á neyðarhnapp í 3-5 sek. þá kemst á símasamband við þann sem er á bakvakt. Nú tengdur með GSM búnaði sem er á neyðarrafhlöðu. Þennan búnað bjóðum við í gamlar lyftur. Eykur öryggi til muna.

Ýmsir hlutir

Ýmsir hlutir

Við bjóðum einnig:

  • Hraðabremsur fyrir yfirhraða.
  • Fallbremsur bæði skríðandi og snöggar.
  • Höggdeyfa undir klefa og andvægi.
  • Stýringar og leiðaraskó.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is