Vökvalyftur

Fyrir 8 stopp, hraða allt að 1,0 m/s, burðargetu að 6300 kg og 2 lyftur saman.
Í pakkanum er t.d. HydraElite VIDI eða VENI stjórn- og vökvastýring sem er hraðastýrð og orkusparandi, glussi á vökvakerfið, nýir hnappar, hraðastýrð hurðavél á klefa, ljósnemalisti, raflögn og annað sem þarf. Klefahurð fyrir hurðalausa klefa.

Hafið samband

Endurnýjunardeild Héðins Schindler:

Sími 565 3181

> schindler@schindler.is


Nútímalausnir

Schindler endurnýjunarlausnir eru áreiðanlegar og skilvirkar. Búnaður lyftukerfa okkar er minni, léttari og öflugri. En hann er líka hagkvæmari í ferða- og orkunotkun. Hann er hljóðlátur, hefur mikla stöðvunarnákvæmni fyrir framúrskarandi öryggi og þægindi farþeganna. Hann hefur líka meiri getu, er auðvelt að stjórna og með hærri nýtingartíma. Hann er með fyrirbyggjandi villuboð. Nútímavæn lausn frá Schindler mun bæta gildi eignar þinnar.


HydraElite stýringin

HydraElite VIDI eða VENI samanstendur af stýringu, ventlakerfi og dælubúnaði. Ventlakerfið er hraðastýrt, hægir jafnt á lyftunni án hnökra og stoppar nákvæmlega á hæð. Afköst aukast og hitamyndun verður töluvert minni. Við notum þetta eingöngu í endurnýjun á vökvalyftum. Schindler notar þetta í nýjar vökvalyftur sem eru fyrir mikið álag t.d í verslana- og samgöngumiðstöðvar og sjúkarhús og sem vörulyftur að 6300 kg.

HydraElite VENI

Þessi gerð er mest notuð hjá okkur og hefur reynst mjög vel í nýjum lyftum og einnig í endurnýjanir. Mótorinn er ofan í olíubeðunni. Ventillin stjórnar flæðinu á vökvanum og þar með hröðun og hraða. Orkusparandi miðað við eldri gerðir af vökvakerfum.

Meira 

HydraElite VIDI

Þetta er nýjasta útfærslan af vökvakerfinu. Hér er mótorinn ofan við olíubeðuna og er hann hraðastýrður. Þessi lausn eyðir minni orku og hitnar minna.

Meira 


Hnappar

Þessir hnappar eru notaðir í Schindler 3300 / 6300 lyftum. Fallegir og þægilegir. Sjá hnappa í Schindler 6300 bæklingnum. Við notum þrýstihnappa ekki snertihnappa til að uppfylla staðla f. hreyfihamlaða.

Hurðadrif

Við setjum nýtt hraðastýrt, hljóðlátt rennihurðadrif á klefann eða skiptum út öllum hurðabúnaðinun á klefanum. Stillanlegur hraði.


Ljósnemalisti í hurðarop klefans

Ljósnemalisti er með 74-154 geislum í stað eins geisla ljósnema. Hann skynja fyrirstöðu frá gólfi og upp í 1800 mm hæð. Allar nýjar lyftur koma með ljósnemalistum.

Sími í lyftur

Allar nýjar lyftur eru með símamodemi sem virka þannig að þegar þrýst er á neyðarhnapp í 3-5 sek. þá kemst á símasamband við þann sem er á bakvakt. Nú bjóðum við einungis GSM símabúnað þar sem verið er að leggja ljósleiðara.
Þennan búnað bjóðum við í gamlar lyftur. Eykur öryggi til muna.


Ýmsir hlutir

Við bjóðum einnig:
Hraðabremsur fyrir yfirhraða.
Fallbremsur bæði skríðandi og snöggar.
Höggdeyfa undir klefa og andvægi.
Stýringar og leiðaraskó.