Fyrir 21 stopp, hraða allt að 1,75 m/s, burðargetu að 1250 kg og 3 lyftur saman.
Í pakkanum er t.d. stýring Miconic BX, hraðastýring VCB, gírlaust orkusparandi drif, hnappar FIGL-100, hraðastýrð hurðavél á klefa, ljósnemalisti, tvívirk hraðabremsa, raflögn og annað sem þarf. Klefahurð fyrir hurðalausa klefa.
Schindler endurnýjunarlausnir eru áreiðanlegar og skilvirkar. Búnaður lyftukerfa okkar er minni, léttari og öflugri. En hann er líka hagkvæmari í ferða- og orkunotkun. Hann er hljóðlátur, hefur mikla stöðvunarnákvæmni fyrir framúrskarandi öryggi og þægindi farþeganna. Hann hefur líka meiri getu, er auðvelt að stjórna og með hærri nýtingartíma. Hann er með fyrirbyggjandi villuboð. Nútímavæn lausn frá Schindler mun bæta gildi eignar þinnar.
Mjög hagkvæm og einföld í uppsetningu og rekstri. BX er með hópstýringu fyrir 3 lyftur. Miconic MX er fyrir allt að 8 lyftur. Söfnun niður eða upp og niður. Hægt að tengja aðgangsstýrikerfi. Safnar villumeldingum sem einfaldar eftirlit og viðgerðir.
"Closed loop" ACVF hraðastýring keyrir af stað og hægir jafnt á lyftunni án hnökra og stoppar nákvæmlega á hæð. Minni orkuþörf í starti og orkusparnaður. Gerir ferðina mjúka og þægilega.
Hraðastýrður, hljóðlátur og góð stöðvunarnákvæmni. Orkusparandi m.v. hefðbundna gíra. Í stað víra eru notuð belti með stálvírum. Einfalt að aðlaga að mismunandi aðstæðum.
Schindler Smart lyftur voru í sölu milli 1999 og 2006. Uppfærsla á þeim felst í að skipta út drifbúnaði, stýringu, hnöppum og hurðadrifi. Lyfturnar verða þýðari, hljóðlátari og hurðadrifið hraðastýrt.
Ljósnemalisti er með 74-154 geislum í stað eins geisla ljósnema. Hann skynja fyrirstöðu frá gólfi og upp í 1800 mm hæð. Allar nýjar lyftur koma með ljósnemalistum.
Við setjum nýtt hraðastýrt, hljóðlátt rennihurðadrif á klefann eða skiptum út öllum hurðabúnaðinun á klefanum. Stillanlegur hraði.
Allar nýjar lyftur eru með símamodemi sem virka þannig að þegar þrýst er á neyðarhnapp í 3-5 sek. þá kemst á símasamband við þann sem er á bakvakt. Nú er aðeins boðið upp á GSM búnað. Þennan búnað bjóðum við í gamlar lyftur. Eykur öryggi til muna.
Við bjóðum einnig:
Hraðabremsur fyrir yfirhraða.
Fallbremsur bæði skríðandi og snöggar.
Höggdeyfa undir klefa og andvægi.
Stýringar og leiðaraskó.