Íhlutir og pakkalausnir Uppfærsla að hluta - nýjasta tækni

Þarf lyftan uppfærslu að hluta? Viltu auka nýtni og endingartíma lyftunnar og ná meiri þægindum fyrir farþega? Íhluta-lausn Schindler býður upp á sveigjanlega og hraða afgreiðslu. Þetta er skref-fyrir-skref nálgun sem viðheldur fjárfestingu þinni og lyftan er uppfærð að nýjustu kröfum.


Nútímalausnir

Schindler endurnýjunarlausnir eru áreiðanlegar og skilvirkar. Búnaður lyftukerfa okkar er minni, léttari og öflugri. En hann er líka hagkvæmari í ferða- og orkunotkun. Hann er hljóðlátur, hefur mikla stöðvunarnákvæmni fyrir framúrskarandi öryggi og þægindi farþeganna. Hann hefur líka meiri getu, er auðvelt að stjórna og með hærri nýtingartíma. Hann er með fyrirbyggjandi villuboð. Nútímavæn lausn frá Schindler mun bæta gildi eignar þinnar.

Víralyftur í íbúðarhúsum og minna atvinnuhúsnæði

Fyrir 21 stopp, hraða allt að 1,75 m/s, burðargetu að 1250 kg og 2 lyftur saman. Í pakkanum er t.d. stýring Miconic BX, hraðastýring VCB , gírlaust drif SGB142, hnappar FIGL-100, hraðastýrð hurðavél á klefa, ljósnemalisti, tvívirk  hraðabremsa, raflögn og annað sem þarf. Klefahurð fyrir hurðalausa klefa. Setja má GSM símamódem sem tengist beint á bakvakt 24/7.

Víralyftur í stærra atvinnuhúsnæði

Fyrir 40 stopp, hraða allt að 4,0 m/s, burðargetu að 4000 kg og 8 lyftur saman. Í pakkanum er t.d. stýring Miconic MX-GC, hraðastýring Variodyn, gírlaust drif PSG300/400, hnappar FIGL300, hraðastýrð hurðavél á klefa, ljósnemalisti, tvívirk hraðabremsa, raflögn og annað sem þarf. Klefahurð fyrir hurðalausa klefa. Setja má GSM símamódem sem tengist beint á bakvakt 24/7.

Vökvalyftur í íbúða- og atvinnuhúsnæði

Fyrir 8 stopp, hraða allt að 1,0 m/s, burðargetu að 6300 kg og 2 lyftur saman. Í pakkanum er t.d. HydraElite VIDI eða VENI stjórn- og vökvastýring sem er hraðastýrð og orkusparandi, glussi á vökvakerfið, hnappar, hraðastýrð hurðavél á klefa, ljósnemalisti, raflögn og annað sem þarf. Klefahurð fyrir hurðalausa klefa. Setja má GSM símamódem sem tengist beint á bakvakt 24/7. 

Klefinn, hurðir o.fl.

Með tímanum slitnar innrétting í klefanum, hann verður "þreyttur". Þá er hægt á einfaldan máta að klæða hann, skipta um handrið, gólfefni og lýsingu. Ef klefinn er hurðalaus má setja hurðir á klefann til að auka öryggi farþega. Setja má GSM símamódem sem tengist beint á bakvakt 24/7.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is