Sérsniðnar lausnir

Er lyftan komin til ára sinna? Þarf að skipta út einstaka hlutum eða heilum kerfum? Ef sú er raunin munu sérfræðingar Schindler - ef eftir því er leitað - meta hvað sé hagkvæmt sé litið til tæknilegra þátta og ekki síður hver kostnaður muni verða. Uppfyllir nýja lyftustaðalinn EN81-20.

Hafið samband

Endurnýjunardeild Héðins Schindler:

Sími 565 3181

> schindler@schindler.is

Viðhalda verðmæti með hjálp sérfræðinga

Endurnýjunarsérfræðingar Schindler geta hjálpað þér að ákvarða hvenær, hvernig og hvað á að endurnýja í lyftunni þinni. Starfsmenn okkar hafa þekkingu og langtíma reynslu til að aðstoða þig í að taka rétta ákvörðun. Við þekkjum lyftuna og við vitum hvað hentar miðað við notkun. Schindler getur skipt um stærri búnaði eða einstaka hluti. Við getum boðið nýja pakkalausn eða sett upp alveg nýjan búnað.

Útskipting á allri lyftunni - stórt inngrip

Oft er spurt hvort hætta eigi með öllu að nota lyftu sem telja megi að sé úr sér gengin og skipta henni út fyrir nýja. Og hvort slíkt kalli ekki á sérsmíðaða lyftu í staðinn. Þessu er til að svara að forhannaðar lyftur frá Schindler gætu verið lausnin. Með því væri nýjustu kröfum um öryggi fullnægt og nýting orku yrði betri. Schindler getur boðið lyftur af ýmsu tagi í allar gerðir bygginga, í íbúðarhús, stór og smá, sem og stór mannvirki sem fjöldi fólks fer um dag hvern. 

Schindler 6200  Fyrir þrönga lyftustokka
Schindler 6300  Íbúðar- og minna atvinnuhúsnæði
Schindler 6500  Stærra atvinnuhúsnæði


Íhlutaendurnýjun - lítið inngrip

Kostnaður vegna viðhalds, viðgerða og reksturs lyftu getur farið vaxandi með tímanum. Ekki má loka augum fyrir sliti. Þegar þess verður vart þarf að endurnýja íhluti. Endurnýja má alla véla- og rafmagnsíhluti í lyftubúnaði Schindler svo þeir fari nákvæmlega saman við þann sem fyrir er.

> Íhlutir og pakkar