Endurnýjun

Ef uppfæra þarf lyftuna eða rennistigann til samræmis við nýjustu staðla eða til að bjóða betri þjónustu og þægindi fyrir notendur má treysta búnaðinum frá Schindler.


Til að gefa lyftunni eða rennistiganum nýtt líf!

Við getum skipt um allan búnaðinn sé þess óskað, lyftuna, rennistigann eða göngubandið. Við getum líka endurnýjað tiltekinn hluta. Með endurnýjun á búnaðinum frá Schindler, munt þú auka verðgildi byggingarinnar. Sérfræðingar hjá Schindler veita líka ráðgjöf. Þeir geta aðstoðað við að ákveða hvenær, hvernig og hvað þarf endurnýjunar við vegna lyftunnar eða rennistigans.

Endurnýjunarteymi Héðins Schindler hefur mikla þekkingu og langa reynslu í að finna góðar lausnir fyrir þá sem eftir þeim leita. Við þekkjum búnaðinn og vitum hvað hæfir best. Hvort skipta á út einstaka íhlut, bjóða upp á "pakkalausnir" eða setja inn nýja lyftu eða rennistiga.

Notaður er nýjasti og fullkomnasti búnaður sem hentar notkun hverrar lyftu eða rennistigagerð. Við höfum endurnýjað ýmsar gerðir af lyftum frá mörgum framleiðendum.

Við metum þörfina og gerum tilboð þér að kostnaðarlausu.

Rökræn nálgun

Viðhald, viðgerðir og rekstrarkostnaður lyftunnar eða rennistigans getur aukist með tímanum. Ekki er unnt að líta framhjá sliti á búnaðinum við notkun. Slíkt er eðlilega óumflýjanlegt en búnaðinn má endurnýja. Starfsmenn Schindler geta uppfært hann að hluta eða skipt út allri lyftunni eða rennistiganum. Allir vélrænir og rafrænir íhlutir verða samhæfðir nákvæmlega við þann búnað sem á að halda sér.

Þegar búnaður frá Schindler er endurnýjaður er hann fenginn frá einum og sama aðilanum sem býður líka ráðgjöf og tillögur um það sem best hentar fyrir uppsetningu og þjónustu.

Hagræði

Endurnýjun á lyftu hefur marga kosti fyrir eiganda, rekstraraðila og notendur:

  • Meira öryggi notenda.
  • Meira rekstraröryggi.
  • Meiri afköst.
  • Meiri þægindi notenda.
  • Orkusparnað.
  • Nýtt og nútímalegra útlit.
  • Nýjustu lyftu- og öryggisstaðla.
  • Verðmætari eign.

Lyftur og rennistigar

Schindler býður sérsniðnar lausnir vegna endurnýjunar á lyftunni eða rennistiganum. Hvort sem endurnýja á allan búnaðinn eða einstaka hluta finnum við rétta lausn.

Allri lyftunni skipt út

Allri lyftunni skipt út

Með því að skipta út allri lyftunni má oft setja í staðinn stærri klefa sem hæfir hjólastólum og sjúkrabörum. Ný lyfta fullnægir líka nýjustu kröfum vegna eldvarna og er með eldvarnarhurðum.

Hluti lyftunnar endurnýjaður

Með endurnýjun á hluta búnaðarins er markmiðið að uppfæra hann til að ná meiri nýtni og orkusparnaði og samtímis að fá þýðari gang. Uppfært skv. nýjustu stöðlum og öryggiskröfum. Skipt er um drifbúnað, stýringu, hnappa, hurðadrif, hraðabremsu, settir ljósnemalistar og hurðir í hurðalausa klefa. Einnig er skipt um innréttingu í klefanum. Setja má GSM símamódem sem tengist beint á bakvakt 24/7.

Endurnýjun á rennistigum

Rennistigar og göngubönd eru hönnuð og framleidd með það í huga að geta þolað mikið álag umferðar í langan tíma. En það kemur að því að uppfæra þarf þennan búnað. Ástæður gætu m.a. verið meiri umferð, breyttir staðlar eða þörf fyrir meiri afkastagetu. Ef þörf er á uppfærslu munu sérfræðingar í lyftubúnaði frá Schindler skoða ástand hans ásamt eiganda eða fulltrúa hans og gera tillögur um úrbætur eða breytingar. Vinnu við aðgerð er hraðað eins og kostur er af hálfu starfsmanna Schindler til þess að óþægindi vegna hennar og röskun á umferð verði sem minnst.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is