Schindler 9500AE hallandi

Schindler 9500AE hallandi

  • Schindler Product Facts
    Hámarks hækkun: 8 metrar á göngubandi sem er 1100 mm
  • Schindler Product Facts
    Halli: Frá 10 til 12 gráður
  • Schindler Product Facts
    Venjuleg breidd: 800 / 1000 / 1100 mm

Hallandi göngubandið Schindler 9500AE er hannað sérstaklega fyrir verslanamiðstöðvar. Á því má fara á hljóðlátan og notalegan hátt milli hæða og hvíla lúin bein á meðan.

Með fast undir fótum

Hallandi göngubandið Schindler 9500AE er hannað sérstaklega fyrir verslanamiðstöðvar. Á því má fara á hljóðlátan og notalegan hátt milli hæða og hvíla lúin bein á meðan. Schindler ábyrgist að göngubandinu megi treysta og að þeir sem það noti njóti fyllsta öryggis. Göngubandið gefur hönnuðum færi á útfærslum af margvíslegu tagi, bæði innanhúss og utan.

Schindler 9500AE inclined - Increased safety

Aukið öryggi

Stýring þrepanna í 9500AE gönguböndunum er fyrir neðan hliðarhlífarnar en það eykur á öryggi notandans enn meira. Þrepin eru fest beint á keðjuna þannig að enginn tengibúnaður er á milli og ekki er þörf fyrir hjól sem geta slitnað. Af þessu leiðir að þessi framleiðslugerð er hljóðlát og endingin er betri en ella. Yfirborðið á þrepunum er örlítið bogamyndað og er með góðu gripi fyrir skósóla, jafnvel þó að rakt sé eða blautt.

Schindler 9500AE inclined - Energy-efficient, eco-friendly

Sparar orku og er umhverfisvænt

Göngubandið Schindler 9500AE er búið nýjustu tækninýjungum Schindler á sviði orkusparnaðar. Á þeim tímum dags þegar umferðarþungi er ekki mikill er orkan spöruð með tölvustýringu og sérvöldum orkusparandi íhlutum. Hallandi göngubandið Schindler 9500AE er eitt allra hagkvæmasta gönguband sem völ er á.

Schindler 9500AE inclined - Small installation dimensions

Lítil rýmisþörf

Hallandi göngubandið Schindler 9500AE er fyrirferðarminnsta gönguband sem framleitt hefur verið. Einkaleyfisvarin þrepin í gönguböndunum eru aðeins 133 millimetra löng og þurfa mun minni snúningsbrautir. Þar af leiðir að þessi göngubönd þurfa lámarks rými.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is