Vörulyftur

Vörulyfturnar hér að neðan eru ekki frá Schindler. Þær eru notaðar þar sem notkun er lítil og vandkvæði eru vegna gryfju og lágrar lofthæðar á efstu hæð. Sumar lyfturnar eru einnig hæfar til fólksflutninga en aðrar eru aðeins til að flytja vörur.


Ráðgjöf

Þegar tekin er ákvörðun um stærð á vörulyftum þarf að hafa hliðsjón af því sem á að flytja, stærð og þunga. Það skiptir miklu máli að taka burðarmeiri lyftu en áætlað er að flytja. Einnig þarf að gera ráð fyrir t.d. brettatrillum og lyfturum ef þeir fara með. Þessar lyftur eru í mörgum stærðum og með mismikla burðargetu.

Huga þarf að brunaheldni hurða ef lyfturnar fara á milli brunahólfa. Ef gert er ráð fyrir að starfsmaður fari með vörum þarf að taka það með í reikninginn. Ennfremur skiptir máli hvort um mikla notkun sé að ræða eða fáar ferðir á dag.

Ef notkun er mikil er ráðlegt að velja vöru- og fólkslyftur frá Schindler, Schindler 2600.

Algeng stærð á brettum er EURO 800 x 1200 og 1200 x 1200. Brettatrillur eru um 1650 mm langar.


Vörulyfta, léttavara, NTD A1000

Pallalyfta með stokk

Cibes  A8000 lyftan þjónar bæði vöru- og fólksflutningum. Burðargetan er 630 til 1000 kg. Hraðinn er 0.15 m/s. Stærð á palli er allt að 1405 x 2480 mm og hurðin er 1300 mm breið. Drifbúnaður er skrúflangur og tvöföld ró. Stokkur fylgir lyftunni.


Vörulyfta, grófari vörur

Vörulyfta, pallur eða klefi

Hidral framleiðir sterkbyggðar vörulyftur með 1 til 4 tjökkum. Burðargetan er 100 - 20.000 kg. Þetta eru sterkar en frekar grófar lyftur. Völ er á venjulegum hurðum á lömum en við höfum einnig boðið iðnaðarhurðir til að auðvelda flutninga.


Smávörulyfta Hidral

Smávörulyfta, Hidral

 Hidral MH og MTH eru smávörulyftur með allt að 500 kg. burðargetu. Þær henta vel til að flytja mat, smávörur og pakka. Þetta eru víra- eða vökvalyftur, með eða án stokks.


Smávörulyfta Daldoss

Smávörulyfta, Daldoss Microlift

Daldoss Microlift eru vinsælustu smávörulyftur veraldar. Þær henta vel til að flytja mat, pakka og bækur. Burðargeta frá 12 kg. og upp í 300 kg. Völ er á stokk með þessari lyftu.


Skæralyfta Hidral

Skæralyftur, Hidral

Hidral TH skæralyftur eru góðar sem vinnulyftur, en ekki sem fastar vörulyftur vegna mikillar svignunar í burðargrindinni þegar verið er að hlaða og afhlaða þær.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is