Fyrir hreyfihamlaða og heimalyftur

Fyrir hreyfihamlaða og heimalyftur

Við bjóðum margar gerðir af lyftum fyrir hreyfihamlaða, í atvinnuhúsnæði, skóla og í heimahús.
Þessar lyftur eru frá öðrum framleiðendum en Schindler.


Ráðgjöf

Þegar lyfta er valin skiptir miklu máli að taka ekki einungis mið af hreyfigetu notandans eins og hún er á þeim tíma heldur horfa til framtíðar. Gera þarf ráð fyrir góðu rými kringum lyftuna og að aðkoman að henni sé örugg. Val er um hnappa, stýripinna eða fjarstýringar. Í lyftum í stokk eru sjálfvirkar hurðir þegar þörf krefur.

Skrúfulyfta, pallalyftur, hjólastólalyftur, pallalyfta, hjólastólalyfta, stokkalyfta

Hjólastólalyfta með stokk

Cibes A5000 pallalyftan er sérstaklega hönnuð fyrir þá sem nota hjólastóla. Burðargetan er 400 eða 500 kg eða fimm menn. Þessi lyfta er í stokk úr stáli eða gleri eftir óskum kaupanda. Einnig má velja um hæð hurða á efri hæð, annaðhvort 2000 mm eða 1100 mm (max 3000 mm lyftihæð). Sama hæð er þá í lyftustokknum. Skrúflangur og tvöföld ró knýja lyftuna. Hraðinn er 0.15 m/s. Halda þarf hnappi niðri meðan lyftan er á ferð. Gryfjan er aðeins 50 mm. Einnig er hægt að fá minni eða stærri lyftur, A4000 með 300 kg, A8000 með 1000 kg.

Úti og innilyfta, pallalyfta, hjólastólalyftur

Hjólastólalyfta án stokks, opinn pallur

Cibes B385 er opinn lyftupallur fyrir notkun inni sem úti. Burðargeta 385 kg, 3 menn, sem nægir fyrir þyngstu gerð af rafmagnshjólastólum. Lyftihæð 3 metrar. Pallur 900X1400, 1100X1400 og 1100x1600. Pallinn og brautirnar er hægt að fá duftlakkaðar, galveniseraðar eða úr ryðfríu stáli. Völ er á opnun til hliðar að neðanverðu. Sterkar lyftur.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is