Schindler 7000

Schindler 7000

 • Schindler Product Facts
  Burðargeta einnar hæðar: 4.000 kg
 • Schindler Product Facts
  Burðargeta tveggja hæða: 2x 2.250 kg
 • Schindler Product Facts
  Farþegar: 10 - 53 menn
 • Schindler Product Facts
  Lyftihæð: allt að 500 m, 128 hæðir
 • Schindler Product Facts
  Hraði: að 10 m/s

Alheimslausn fyrir skýjakljúfa, þar sem afköst og hraði skiptir máli. Schindler PORT (Personal Occupant Requirement Terminal) er leiðandi aðgangsstýrikerfi fyrir allt húsið. Við buðum fyrsta hæðarvalskerfið Miconic 10 árið 1992.

Lyftur í háhýsum – sérfræðiþekking okkar

Íbúum jarðar fjölgar óðum. Þéttbýlismyndun eykst hröðum skrefum. Æ fleiri flytja til borganna. Af þessu leiðir þörf fyrir hærri byggingar og nýrri og skilvirkari ferðalausnir. Schindler 7000 lyftan er þekkt um heim allan fyrir að skila sínu og vel það.

Grænar ferðalausnir - Schindler 7000

Grænar ferðalausnir

Schindler á að baki langa sögu grænna ferðalausna. Um langa tíð hefur verið unnið að því að bæta og þróa þann þátt framleiðslunnar sem snýr að umhverfinu. Schindler lyftubúnaður hefur á sér gæðastimpil orkunýtni auk þess sem hann er rómaður fyrir gæði og öryggi. Það er ekki að undra að meira en milljarður jarðarbúa í öllum heimsálfum treystir Schindler lyftum hvern dag og þeirri þjónustu sem þær veita.

 

Í hæstu hæðum - Schindler 7000

Í hæstu hæðum

Í stærstu borgum heims eru gríðarlega háir skýjakljúfar sem kalla á margbrotin úrræði svo flytja megi mikinn fjölda fólks milli hæða. Schindler hefur árum saman tekist á við þetta viðamikla viðfangsefni. Með Schindler 7000 lyftunum flytjum við milljónir manna milli hæða í hæstu húsum veraldar – á fljótvirkan hátt með öryggi að leiðarljósi og þá meginhugsun að vel fari um alla.

Góð nýting á rými - Schindler 7000

Góð nýting á rými

Stórborgir þenjast út með miklum hraða þar sem landrými er takmarkað. Eina úrræðið til að geta stækkað liggur því upp á við. Þar er átt við háhýsi fyrir margvíslegar þarfir sem eru hvert um sig borgarsamfélag í sjálfu sér. Í slíkum byggingum eru Schindler 7000 lyfturnar besti kosturinn. Í þeim fara saman nýbreytni í ferðalausnum, sérlega góð rýmisnýtni, hraði og þægindi.


Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is