Ráðgjöf og reglugerð


Ráðgjöf

Við ákvörðun á stærð á stokk er best að hafa samband við okkur. Það þarf að taka tillit til brunahönnunar á húsnæðinu, ef farið er á milli brunahólfa þurfa hurðir að standast EN81-58, EI60. Þar sem lyftuhurðir eru ekki reykþéttar þarf að hafa reyklúgu í þaki lyftustokks, til viðbótar við loftræstingu sem er 1% af flatarmáli stokks. Stokk þarf að mála í ljósum lit og gryfja þarf að vera lökkuð. Ef tvær lyftur eru saman, er best að hafa þær hlið við hlið og samstýrðar. Munið eftir rafstofni fyrir lyftu.

Byggingarreglugerð

Burðargeta lyftu á að vera 1000 kg skv. byggingarreglugerð grein 6.4.12. Í byggingum sem eru átta hæðir eða hærri skulu vera minnst tvær lyftur með innanmál minnst 1,10 m x 2,1 m og burðargetu a.m.k. 1000 kg. Ef svo er, hafið stokka hlið við hlið (+ xxx mm fyrir bita). Ráðlagt er að skoða reglugerðina við hönnun á húsnæðinu.


Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is