Stærðir á lyftu og stokk

Fyrirspurnir fyrir nýjar lyftur

Héðinn Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður
Sími 565 3181

> schindler@schindler.is

Ráðgjöf

Við ákvörðun á stærð á stokk, notið töfluna hér neðst á síðunni. Það þarf að taka tillit til brunahönnunar á húsnæðinu, ef farið er á milli brunahólfa þurfa hurðir að standast EN81-58, EI60. Þar sem lyftuhurðir eru ekki reykþéttar þarf að hafa reyklúgu í þaki lyftustokks, til viðbótar við loftræstingu sem er 1% af flatarmáli stokks.

Stokk þarf að mála í ljósum lit og gryfja þarf að vera lökkuð. Úrtak úr gólfbrún er 80 x 70 mm fyrir hurðaþröskulda. Ef tvær lyftur eru saman, er best að hafa þær hlið við hlið og samstýrðar. Munið eftir rafstofni fyrir lyftu og öðrum fyrir ljósalögn.

Í nýbyggingum og breytingum á gömlum húsnæði skal yfirhæð vera eins og sagt er í bæklingi (3400-3800) en þegar skipt er út gamalli lyftu þá er möguleiki á að fá undaþágu fyrir lægri yfirhæð (2600) en sækja þarf um það í hverju tilfelli fyrir sig. 
 

Byggingarreglugerð

Burðargeta lyftu á að vera 1000 kg skv. byggingarreglugerð grein 6.4.12. Í byggingum sem eru átta hæðir eða hærri skulu vera minnst tvær lyftur með innanmál minnst 1,10 m x 2,1 m og burðargetu a.m.k. 1000 kg. Ef svo er, hafið stokka hlið við hlið (+140 mm fyrir bita). Burðargeta okkar lyftu er 1125 kg vegna góðrar nýtingar á stokk. Ráðlagt er að skoða reglugerðina við hönnun á húsnæðinu.

> Byggingarreglugerð