Schindler 3300

Schindler 3300

 • Schindler Product Facts
  Burðargeta: 400 kg - 1125 kg
 • Schindler Product Facts
  Farþegar: 5 - 15 manna
 • Schindler Product Facts
  Lyftihæð: allt að 60 m og 20 hæðir
 • Schindler Product Facts
  Hraði: 1,0 m/s og 1,6 m/s

Staðlaðar lyftur sem bjóða upp á margar útlitslausnir og stærðir. Okkar lausn fyrir lægri til meðalhárra lyfta í íbúðar- og atvinnuhúsnæði.

Fallegt form og fjölþætt notagildi

Í Schindler 3300 farþegalyftunni fallast form og notagildi í faðma. Velja má um útlit af margvíslegu tagi svo lyftan falli vel að hverri byggingargerð. Hönnun lyftunnar er grundvölluð á kerfi sem auðveldar aðlögun að íbúðarhúsum og að litlu jafnt sem meðalstóru atvinnuhúsnæði. Lyftan er hönnuð fyrir notkun innanhús, gildir það einnig fyrir hurðir á hæðum.
 

Traustar og áreiðanlegar lyftur - Schindler 3300

Traustar og áreiðanlegar lyftur

Schindler 3300 lyftan er hönnuð og framleidd til að koma til móts við svissneskar gæðakröfur hvað nákvæmni varðar. Áreiðanleikinn og þægindin eru innbyggð. Hún tekur allt að 15 manns og fer upp um 20 hæðir á hraða 1.0 m/s eða 1.6 m/s. Njótið þess að fara ferða ykkar áhyggjulaus allan daginn alla daga.

Lyftur sem nýta rýmið vel - Schindler 3300

Lyftur sem nýta rýmið vel

Schindler 3300 farþegalyftan fellur inn í allar staðlaðar stærðir lyftustokka – en lyftuklefinn er stærri. Með því að nýta minni íhluti verður rýmið í lyftuklefanum meira og þægindi að sama skapi og fleiri komast í hana. Meira olnbogarými fyrir hvern og einn einmitt þar sem þörf er á slíku.

Grænar ferðalausnir - Schindler 3300

Grænar ferðalausnir

Aðgát og umhyggja gagnvart morgundeginum byrjar í dag. Schindler 3300 lyftan er létt og byggð án skaðlegra efna. Hönnunin tekur mið af því að orka sé spöruð á hverjum degi. Nákvæmni í hönnun og framleiðslu leiðir af sér að hún er hljóðlát á ferð og hávaðamengun þar af leiðandi lítil sem engin. Hún hefur fengið hæstu einkunn, „A-class", fyrir orkunýtni og því má með sanni segja að hún sé í sérflokki.

Valkostir í hönnun - Schindler 3300

Valkostir í hönnun

Hönnun lyftuklefa 3300 farþegalyftunnar hentar hverjum sem er og hvaða byggingu sem er. Fjölmargar lausnir á ytra og innra útlit eru í boði svo að lyftan geti lagað sig að því umhverfi sem hún á að vera í. Velja má um 40 liti á veggi og gólf, liti sem eru í tísku á hverjum tíma eða sígilda og því er auðvelt að búa til þann andblæ sem best þykir eiga við.

Stærðir - Schindler 3300

Stærðir

 • Klefahurðir  1 eða 2 (gegnumgeng)
 • Klefabreidd  1000 - 1575 mm
 • Klefalengd  1100 - 2100 mm
 • Klefahæð  2135 - 2335 mm
 • Hurðabreidd  750 - 900 mm
 • Hurðahæð  2000 - 2300 mm

Schindler 3300 – frelsi til að búa til, Libertá útfærslan

Óski kaupandi eftir að hanna lyftuklefann eftir eigin höfði er það líka í boði með Schindler 3300 útfærslunni „Libertá". Með henni getur hann látið sína eigin fagurfræðilegu sýn njóta sín. Velja má það loft sem best þykir henta, hvaða lit sem er í boði í 4 innréttingalínum og hluti í innréttinguna. Í boði er að aðlaga stærð lyftuklefans með 10 mm í breidd og lengd og hurðir með 50 mm til að fullnægja þörfum þínum. Fulltrúar Schindler veita nánari upplýsingar um þessa möguleika.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is