Schindler 3000 lyftan er hönnuð fyrir sem mest frelsi í stærðum svo hún henti þínum áætlunum um húsnæðið og nýtingu þess. Teikningar hér að neðan eru algengustu stærðir. Á Íslandi er lang algengst að nota framhliðar, þannig að á hæð er stokkurinn opinn í fulla breidd og hæð. Minnkar uppsláttarvinnu og fljótlegra að ganga frá hurðum þar sem áfellur fylgja og biti milli hurðaframhliðar og lofts smíðaður hér heima.
Við ákvörðun á stærð á stokk, notið töfluna hér neðst á síðunni. Það þarf að taka tillit til brunahönnunar á húsnæðinu, ef farið er á milli brunahólfa þurfa hurðir að standast EN81-58, EI60. Þar sem lyftuhurðir eru ekki reykþéttar þarf að hafa reyklúgu í þaki lyftustokks, til viðbótar við loftræstingu sem er 1% af flatarmáli stokks.Stokk þarf að mála í ljósum lit og gryfja þarf að vera lökkuð. Úrtak úr gólfbrún er 80 x 70 mm fyrir hurðaþröskulda. Ef tvær lyftur eru saman, er best að hafa þær hlið við hlið og samstýrðar. Munið eftir rafstofni fyrir lyftu og öðrum fyrir ljósalögn.Í nýbyggingum og breytingum á gömlum húsnæði skal yfirhæð vera eins og sagt er í bæklingi (3400-3800 mm) en þegar skipt er út gamalli lyftu þá er möguleiki á að fá undaþágu fyrir lægri yfirhæð (2420 mm) en sækja þarf um það í hverju tilfelli fyrir sig.
Burðargeta lyftu á að vera 1000 kg skv. byggingarreglugerð grein 6.4.12. Í byggingum sem eru átta hæðir eða hærri skulu vera minnst tvær lyftur með innanmál minnst B= 1,10 m x L=2,1 m og burðargetu a.m.k. 1000 kg. Ef svo er, hafið stokka hlið við hlið (steypa vegg á milli þeirra eða setja stálbita og net (+ ca. 160 mm) . Burðargeta okkar lyftu er 1125 kg vegna góðrar nýtingar á stokk. Ráðlagt er að skoða reglugerðina og leiðbeingar við hönnun á húsnæðinu.
Fjöldi lyfta í hóp | ZAG | stk. | 6 |
Burðargeta | GQ | kg. | 1350 |
Burðargeta | GQ | menn | 5 - 18 |
Hraði | VKN | m/s. | 1,0 - 1,6 |
Lyftihæð | HQ | m. | 45 / 75 |
Hæðir | HE | stk. | 15 / 25 (50 hurðir) |
Klefahurðir | ZKE | stk. | 1 eða 2, þá gegnumgeng 180° |
Klefabreidd | BK | mm. | 760 - 2000 |
Klefalengd | TK | mm. | 900 - 2400 |
Klefahæð innanmál | HKC | mm. | 2000 - 2400 |
Hurðabreidd | BT | mm. | 600 - 1200 (100 mm. bil) |
Hurðahæð | HT | mm. | 2000 -2400 (100 mm. bil) |
ES - Ein hurð á klefa
ZS - Tvær hurðir, gegnumgengur klefi
T2 - Hliðaropnandi 2 blaða hurð
C2 - Miðjuopnandi 2 blaða hurð
C4 - Miðjuopnandi 4 blaða hurð
BT - Hurðarbreidd
HT - Hurðahæð
HSG - Gryfjudýpt
HSK - Yfirhæð
VKN - Hraði í m/s
Á þessari síðu eru teikningar í formi pdf og dwg skjala þær klefastærðir fyrir Schindler 3000 lyftur sem mest hefur verið óskað eftir til niðurhals. Með þessari lyftugerð er boðið upp á frelsi í hönnun á stærðum klefa, hurða og stokks. Ef þörf er á nánari upplýsingum um mál á lyftustokki eða lyftuhraða sem hentar best þörfum byggingarinnar hafið þá vinsamlegast samband við þjónustufulltrúa Schindler sem veitir einnig upplýsingar um önnur atriði ef eftir því er óskað.
Gefin eru lámarksmál á göngum, -0/+50 mm er gott að hafa auka 25 til 50 mm til öryggis.
1,0 m/s ein klefahurð | PDF, |
1,0 m/s, gegnumgeng | PDF, |
1,6 m/s, ein klefahurð | PDF, |
1,6 m/s, gegnumgeng | PDF, |
1,0 m/s, ein klefahurð | PDF, |
1,0 m/s, gegnumgeng | PDF, |
1,6 m/s, ein klefahurð | PDF, |
1,6 m/s, gegnumgeng | PDF, |
1,0 m/s, ein klefahurð | PDF, |
1,0 m/s, gegnumgeng | PDF, |
1,6 m/s, ein klefahurð | PDF, |
1,6 m/s, gegnumgeng | PDF, |
DWG teikningar er hægt að fá af þessum lyftum, hafið samband við sölumann.
Klefarnir eru 1200 mm breiðir, lengd 1400 / 2100 / 2400 mm.
Hurðir eru 900 mm í 675 / 1125 kg, en 1100 mm í 1350 kg.
Hurðahæð 2100 mm. Hliðaropnandi rennihurðir.