Er þörf fyrir að flytja mikinn þunga fljótt og örugglega? Ef svo er hafa vöru- og fólkslyftur af gerðinni 2600 alla burði til að mæta þínum þörfum hvort sem er í vöruhúsnæði, verslanamiðstöðvum eða iðnaðarhúsnæði.
Þar sem þessi lyftugerð býður upp á mjög breytilegar stærðir þarf að skoða óskir verkkaupa og hönnuða varðandi stærðir á lyftu, hurðum og stokk. Hafið samband við okkur og við aðstoðum við val.
Innanrýmið er mikið og þær geta borið mikinn þunga. Þær henta sérstaklega vel fyrir margþætta flutninga í vöruhúsum, verslanamiðstöðvum eða þar sem iðnaðarstarfsemi fer fram. Það má setja þær upp nánast hvar sem er. Þær endast vel og lengi með lágmarks rekstrarkostnaði.
Sérsniðnar fyrir þínar þarfir.
Lyftur af gerðinni Schindler 2600 eru meðal hinna stærstu sem framleiddar eru og með einna mestu burðargetu. Þær geta flutt fjölda fólks og varning. Þær komast fyrir í flestum stórum stokkrýmum. Uppsetning er auðveld, þær eru sterkbyggðar og traustar og orkunýtnar.
Schinder 2600 lyftan er háþróuð listasmíð. Hún er byggð úr forsamsettum íhlutum og þess vegna er fljótlegt að setja hana upp. Velja má um tvenns konar stýrikerfi eftir því hvort um víralyftu eða vökvalyftu er að ræða en bæði kerfin eru hönnuð með hámarks orkunýtingu í huga. Þessi lyfta er bæði sterkbyggð og traust.