Schindler 2500

Lyftur sem renna ljúflega milli hæða og af öryggi skipta höfuðmáli þegar í hlut á fólk í sjúkrarúmum eða í hjólastólum. Aðgengi í Schindler 2500 lyftuna og úr henni er án hindrana fyrir sjúklinga. Hún fer sinna ferða hljóðlát og notaleg og stendur fyllilega undir væntingum sem traust og áreiðanleg.

Þær líða um, hratt og mjúklega

Lyftur af gerðinni Schindler 2500 eru hannaðar og framleiddar með fólk sem þarf á góðri umönnun að halda í huga. Sjúkir þurfa ekki að bíða lengi eftir þeim því að þær fara um hratt og mjúklega. Lyftudyrnar opnast og lokast án tafar og svo mjúklega líða þær um að farþegar skynja jafnvel ekki að þær séu á ferð.

Þær eru rúmgóðar

Ekki er nóg með að Schindler 2500 lyftur geti flutt allar stærðir af rúmum. Þær eru líka svo rúmgóðar að gott rými er að auki fyrir lækna, hjúkrunarfólk eða aðra sem kunna að fylgja sjúklingi. Þær fara líka létt með læknisbúnað jafnvel þó að hann sé þungur og fyrirferðarmikill.

Þær eru auðveldar í notkun og áreiðanlegar

Schinder 2500 lyftan er háþróuð listasmíð. Hún er byggð úr forsamsettum íhlutum og þess vegna er fljótlegt að setja hana upp. Velja má um tvenns konar stýrikerfi eftir því hvort um víralyftu eða vökvalyftu er að ræða en bæði kerfin eru hönnuð með hámarks orkunýtingu í huga. Þessi lyfta er bæði sterkbyggð og traust.


Stærðir

 • Burðargeta 1275 - 2500 kg
 • 17 - 33 manna
 • Hraði 0,63 - 1,6 m/s
 • Lyftihæð 65 m
 • Hæðir 21
 • Klefahurðir 1 eða 2 (gegnumgeng)
 • Klefabreidd 1100 - 2300 mm í 50 mm þrepum
 • Klefalengd 1450 - 3500 mm í 50 mm þrepum
 • Klefahæð 2100 - 2500 mm í 100 mm þrepum
 • Hurðabreidd 800 - 2300 mm í 100 mm þrepum
 • Hurðahæð 2000 - 2400 mm í 100 mm þrepum

Stærðir á lyftu og stokk

Þar sem þessi lyftugerð býður upp á mjög breytilegar stærðir þarf að skoða óskir verkkaupa og hönnuða varðandi stærðir á lyftu, hurðum og stokk.
Hafið samband við okkur og við aðstoðum við val.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is