Schindler Fjölbýlishúsapakki Viðbótar þægindi og viðkunnanlegt andrúmsloft

Schindler Fjölbýlishúsapakki - Viðbótar þægindi og viðkunnanlegt andrúmsloft

Að líða vel heima þýðir að vera í fullkomnu samræmi við umhverfi þitt. Fjölbýlishúsapakkinn okkar hjálpar þér að gera húsið þitt að rólegu og velkomnu rými. Það veitir aukið öryggi, hönnun og hugarró þegar þú ferð með lyftunni. Einfaldir hlutir gera gæfumuninn.

Svissnsek hönnun til að tryggja mjúka keyrslu og lámarks hljóð. Fyrir íbúa þýðir það óaðfinnanlegur hreyfanleiki án kvartana - ekki einu sinni frá herbergjum við hlið stokksins.

Íbúar munu meta það skemmtilega andrúmsloft sem lyfturnar okkar vekja. Pakkinn okkar veitir aukin þægindi, hljóðláta notkun og fleiri hönnunarvalkosti.

Schindler Fjölbýlishúsapakki - Viðbótar þægindi og viðkunnanlegt andrúmsloft

Þinn hagur í hnotskurn

 • Aukin ánægja og þægindi fyrir íbúa
 • Stílhreinir valkostir við uppfærslu á innréttingum
 • Aukið öryggi og notkunarmöguleikar

Pakkinn inniheldur

Sjálfvirk biðstaða á aðalhæð

 • Aðgerð þar sem klefinn fer sjálfkrafa á aðalhæðina og styttir biðtíma farþega sem ferðast frá henni og gerir ferðina heim til hraðari og þægilegri

Sjálfvirk neyðarkeyrsla á hæð

 • Þessi búnaður kemur í veg fyrir að farþegar verði fastir í klefanum við rafmagnsleysi.
 • Við rafmagnsleysir fer lyftan á næstu hæð, stoppar og opnar hurðir til að hleypa farþegurm út.

Fyrirfram opnun á hurðum

 • Hurðir á lyftunni byrja að opna rétt áður en lyftan stoppar. Þetta eykur flutningsgetu, styttir ferðatíma og farþegar geta komið inn og farið út hraðar.

Stílhreint stjórnborð klefans í fullri hæð

 • Stílhreint og aðlaðandi stjórnborð klefans uppfærir innréttingu lyftunnar

Forgangsstýring

 • Með lykilrofa í stjónborði klefans má taka yfir lyftuna svo að hún haldist á réttri hæð með dyrnar opnar.
 • Flutningur í og úr lyftu verður skilvirkari og gengur hraðar fyrir sig. Þannig mæðir minna á henni

Merki um forgangsstýringu

 • Miðlar nauðsynlegum upplýsingum um forgang/flutning til annarra farþega.
 • Skýrar tilkynningar á hnappaborði klefans og ytri hæðavísum

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is