Schindler Aðgengispakki Hindrunarlaust aðgengi fyrir alla

Schindler Aðgengispakki - Hindrunarlaust aðgengi fyrir alla

Aðgengi stendur fyrir ótakmarkaða notkun á hlutum og búnaði, óháð mögulegri fötlun. Lyfturnar okkar búnar Easy Access pakkanum veita öllum farþegum aðgengilegan hreyfanleika.

Við bjóðum upp á mikið úrval af sérstökum hnappabúnaði og fylgihlutum fyrir farþega og hreyfihamlaða gesti.

Þetta felur í sér stóra punktaletursþrýstihnappa sem auðvelt er að greina og talgervil til að hjálpa sjónskertum og öldruðum.

Schindler Aðgengispakki - Hindrunarlaust aðgengi fyrir alla

Hagur þinn í hnotskurn

 • Spegill í klefa auðveldar hjólastólanotenda að sjá hindrun
 • Talgervill hjálpar sjóndöprum og eldra fólki með ferðina
 • Vel greinanlegir stórir hnappar með blindraletri sem auðveldar val á réttri hæð

Pakkinn inniheldur

Hnappar með blindraletri

 • Vel greinanlegir stórir hnappar með stórum upphleyptum stöfum (EN81-70) og blindraletri

Spegill í klefanum

 • Klefinn er með spegil á bakhlið sem auðveldar hjólastólanotenda að sjá hindrun á útleið
Handrið á hliðarvegg
 • Handrið með bognum enda (endar lokaðir og snúið í átt að veggnum) er fest á hliðarvegginn til að bæta þægindi og öryggi
 • Úr ryðfríu stáli til að koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögð og rykmyndun

Talgervill á íslensku

 • Talgervill tilkynnir sjónskertum og öldruðum á hvaða hæð þeir eru. Lætur vita hvort hurðir eru að opnast eða lokast
 • Við rafmagnsleysi er hægt að nota talgervilinn til að biðja farþega að halda ró sinni og einnig til að gefa frekari leiðbeiningar

Hæðarljós með komumerki (GONG)

 • Komumerki þegar klefinn kemur á valda hæð
 • Hljóðmerki hljóma einu sinni fyrir lyftur sem fara upp og tvisvar fyrir lyftur sem fara niður

Hækkaður þrýstihnappur fyrir aðalhæð 

 • Aðalhæð / Útgönguhæð er með upphækkaðan græna þrýstihnapp til að gefa til kynna aðalhæðina og er valfrjáls ásamt blindraletri

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is