Vörur Ferðalausnir fyrir fólk og varning

Í veröldinni sem við hrærumst í og störfum er þörf fyrir lausnir sem spara sporin. Schindler lyftur, göngubönd, rennistigar og þjónusta sem þeim fylgir gera fólki kleift að komast leiðar sinnar á sem skemmstum tíma innanhúss. Starfsfólk Schindler tekur þátt í þróunarvinnu með kaupendum allt frá því að bygging er á teikniborði þar til hún er fullgerð og annast síðan eftirlit sem tryggir góða endingu og verðgildi um langt skeið. Vörumerkið Schindler er þekkt fyrir gæði og öryggi enda treystir milljarður manna um heim allan lyftubúnaði og þjónustu þessa gamalgróna fyrirtækis dag hvern.


Lyftur

Með fólksflutningum milli hæða í húsum í borgarþéttbýli er rými nýtt á hagkvæman hátt. Schindler býður lyftur sem eru tilbúnar eða smíðaðar í samræmi við óskir og þarfir viðskiptavina. Lyfturnar eru af öllum stærðum, fyrir mikinn þunga eða lítinn, fyrir háhýsi eða lágreist hús. Schindler hefur lausnir sem henta við hvaða aðstæður sem er, lyftur sem eru smíðaðar samkvæmt nýjustu tækni og í samræmi við ströngustu kröfur um öryggi.

Rennistigar

Rennistigar eru afar hentug ferðalausn þegar þjóna þarf miklum straumi fólks á milli hæða. Rennistigar frá Schindler flytja fólk fljótt og örugglega milli hæða í stórum verslanamiðstöðvum og á flugvöllum. Schindler býður hagkvæma lausn hvar sem margt er um manninn, inni sem úti.

Göngubönd

Göngubönd létta fólki lífið þegar fara þarf langar leiðir með farangur og handvagna á opinberum stöðum. Gönguböndin frá Schindler gera fólki kleift að fara milli staða á þægilegan og fljótlegan hátt. Fljótlegt er að koma þeim fyrir hvort sem þau eru á jafnsléttu eða skáhallt milli hæða. Þau eru traust og mjög orkunýtin.

Áfangastaðastýring

Schindler er frumkvöðull á sviði áfangastaðastýringar með Port Technology kerfi sínu. Þeim sem nýta og reka húsnæði er gert kleift að takmarka aðgengi og að stýra straumi fólks með aðgangskorti. Á þennan hátt er stýringin færð til nútímahorfs og stuðlar að því að álag á annatímum verði jafnt og án hnökra.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is