Grænar ferðalausnir - Umhverfisvænar ferðalausnir – sjálfbær tækni

Grænar ferðalausnir Umhverfisvænar ferðalausnir – sjálfbær tækni

Um það bil 80 af hundraði mengunar í heiminum er af völdum stórborga. Byggingar nýta 40 af hundraði allrar orku sem framleidd er. Til þess að lífvænlegt megi vera fyrir jarðarbúa um ókomin ár skiptir öllu máli að hvort tveggja sé vænt fyrir umhverfið. Schindler leggur fram sinn skerf til þess að borgarkjarnar megi verða sjálfbærari með lyftubúnaði af margvíslegu tagi sem sparar orku. Takmarkið er alger orkusparnaður hvað tölvustýringu varðar í hágæða lyftubúnaði. Schindler vill sjá umhverfisvænni hús og á að því leyti samleið með öllum notendum.


Að skipuleggja í dag til að spara á morgun

Að skipuleggja í dag til að spara á morgun

Schindler er þekkt fyrir framsýni í gerð lyftubúnaðar með orkusparnað í huga. Áður en lyftu er komið fyrir á sínum stað hefur flæði fólks um húsið verið kannað gaumgæfilega svo og hvert straumurinn liggur og notkunartíðnin. Með þessu móti má reikna út orkukostnað lyftunnar á næstu árum svo hún endist lengi með hámarks afköstum.

Umhverfisvæn tækni

Umhverfisvæn tækni

Lyftubúnaður Schindler er byggður með það fyrir augum að vera vænn við umhverfið. Nýja PORT áfangastaðastýringin sparar orku og þar með kostnað og engin notkun skaðlegra efna kemur umhverfinu líka til góða.

Sjálfbærni á ferðinni á degi hverjum

Sjálfbærni á ferðinni á degi hverjum

Um það bil 80 af hundraði af heildarumhverfisáhrifum hvers húss verða á mestu álagstímum. Með reglubundnu eftirliti lækkar þessi tala hjá Schindler lyftum. Þannig veldur lyftan ekki mengun, hún verður traustari og sparar orku. Eftirlits- og viðhaldsteymi okkar leggja líka sitt af mörkum. Leitast er við að hagræða eftirlitsleiðum til að minnka CO2 útblástur og tölvubúnaður kemur í stað notkunar á pappír í samskiptum manna á milli.

Hið gamla verður grænt

Hið gamla verður grænt

Það eykur öryggi og þægindi þeirra sem nota lyftu að færa hana í nútímalegra horf. Að auki verður orkusparnaður meiri. Til dæmis notar Schindler nýja LED lýsingu, bíður upp á PF1 drif sem endurnýta orku og stjórnbúnað sem gefur kost á biðstöðu. Með breytingum af þessu tagi í samvinnu við Schindler breytist gamla lyftan í nýja með orkusparandi búnaði.

Hafið samband

Hafið samband við sölufulltrúa Schindler til þess að fá nánari upplýsingar um kosti sem eru í boði vegna orkusparnaðar og annarra þátta sem koma umhverfinu líka til góða.