Samgöngumiðstöðvar - Þar sem er ys og þys

Samgöngumiðstöðvar Þar sem er ys og þys

Í samgöngumiðstöðvum þar sem jafnan er margt um manninn, t.d. þar sem lestar, strætisvagnar eða flugvélar koma og fara, skiptir máli að farþegar komist á skjótan og öruggan hátt frá einum stað til annars. Farþegar vilja ekki langar biðraðir og langan biðtíma. Schindler lítur svo á að áreiðanlegar lyftur, rennistigar og vel staðsett göngubönd séu sjálfsögð þægindi.


Nákvæm skipulagning

Með fjölþættu úrvali lyftubúnaðar og skilvirkri áfangastaðastýringu frá Schindler ganga flugvellir og lestarstöðvar af sömu nákvæmni og svissnesk úr. Framleiðslan á lyftum og rennistigum grundvallast á nákvæmni í samræmi við þarfir og óskir hvers og eins. Lyfturnar eru rómaðar fyrir afköst og nákvæmni. Þær nema staðar á nákvæmlega réttum stað og hæðarstillingar eru nákvæmar. Þær eru notendavænar, öruggar og endast vel og lengi. Milljarður manna um heim allan á leið með Schindler dag hvern.

Traust bygging og burðargeta

Schindler lyftur eru traustlega byggðar og það stórar að þær geta borið handvagna sem eru hlaðnir töskum eða öðrum farangri. Á stjórnborði er blindraletur og stórir, notendavænir hnappar. Lyftan frá Schindler, rennistiginn eða göngubandið, eru til taks á öllum tímum sólarhringsins - og viðgerðar- og viðhaldsþjónusta er líka á næsta leiti hvar sem þú ert ef þörf krefur.


Flugvöllurinn í Munchen, Þýskalandi

Á flugvellinum í München, Þýskalandi, þurfa óteljandi manns að ná áfangastað sínum fljótt og vel. Það krefst samstillts umferðarmynsturs, lárétt sem og lóðrétt. Schindler rennistigar, lyftur og göngubönd passa fullkomlega inn í þetta líflega umhverfi. Þau eru áreiðanleg og hafa einstaklega aðlaðandi hönnun, sem bætir útlit byggingarinnar.

Afkastamikil lyfta - miklir útlitsmöguleikar

Burðargeta: 630 kg - 2.500 kg, 8 - 33 manna
Lyftihæð: allt að 150 m og 50 hæðir
Hraði: frá 1,0 m/s að 3.0 m/s

Þessi lyftugerð fyllir upp í bilið milli lág- og háhýsalyftanna. Hægt er að klæðskerasauma lyftuklefann og hurðastæðir eftir stærð lyftustokks. Fjölbreytt úrval af innréttingarefni og valmöguleikar í stýringu lyftunnar gera hana að fyrsta vali.

Vörumóttakan þarf líka lyftu

Burðargeta 1000 - 6300 kg
13 - 84 manna
Hraði 0,15 - 1,6 m/s
Lyftihæð 65 m

Schindler 2600 er vöru og fólkslyfta, fyrir mikið álag frá tjakkatrillum og hjólavögnum. Enga málamiðlun!

Rennistigar eru óhjákvæmilegir

Schinder 9300 og 9700 rennistigarnir eru þaulprófaðir, sterkir, endingargóðir og hægt að velja útlit.

Gönguböndin ekki síður

Schindler 9500 gönguböndin létta ferð langar veglengdir!

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is