Mikil afköst - lítil orkunotkun

Á morgnana, á kvöldin og í hádeginu er annatími í skrifstofubyggingum þar sem margir starfa og eiga leið um. Framleiðendur Schindler lyftubúnaðar hafa áratuga reynslu í að skipuleggja flæði fólks sem notar lyftur og að þjóna eigendum skrifstofuhúsnæðis, svo og að annast viðhald svo þær séu ævinlega í fullkomu lagi.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður
Sími +354 565 3181

> schindler@schindler.is

Hámarks nýtni og sveigjanleiki

Á þeim tímum dagsins þegar flæði fólks er mest skila lyftur og rennistigar frá Schindler hámarks nýtni og draga úr notkun orku þegar um hægist á ný. Með þeirri tækni sem Schindler býður er orku ekki kastað á glæ. Ennfremur er boðinn sveigjanleiki hvað varðar hönnun og stærð lyftuklefa auk valkosta í stýringu.

Aðlögun

Lyftubúnað Schindler má aðlaga hönnun bygginga, svo og alla þjónustu, hvort sem um er að ræða glæsileg stórhýsi eða hús sem minna er lagt í. Afgreiðsla er skjót og valkostir sem fullnægja ýtrustu kröfum byggingarinnar eru í boði.


Minna skrifstofuhúsnæði

Burðargeta: 400 kg - 1.125 kg, 5 - 15 manna
Lyftihæð: allt að 60 m and 20 hæðir
Hraði: 1,0 m/s og 1,6 m/s

Schindler 3300 er rúmgóð farþegalyfta fyrir íbúðarhús og minna atvinnuhúsnæði. Þessi lyfta er afar afkastamikil, glæsileg á að líta og með mikla burðargetu. Auðvelt er að koma henni fyrir því að hún fellur inn í allar staðlaðar stærðir lyftustokka. Hún er auðveld í notkun og sparar fé í rekstri með miklum orkusparnaði.

> Schindler 3300


Stærra skrifstofuhúsnæði

Burðargeta: 630 kg - 2.500 kg, 8 - 33 manna
Lyftihæð: allt að 150 m og 50 hæðir
Hraði: frá 1,0 m/s að 3.0 m/s

Þessi lyftugerð fyllir upp í bilið milli lág- og háhýsalyftanna. Hægt er að klæðskerasauma lyftuklefann og hurðastærðir eftir stærð lyftustokks. Fjölbreytt úrval af innréttingarefni og valmöguleikar í stýringu lyftunnar gera hana að fyrsta vali.

> Schindler 5500


Háhýsi

Alheimsllausn fyrir skýjakljúfa

Einnar hæðar eða tveggja hæða klefi
Burðargeta: 4.000 kg (ein hæð)
Eða 2x 2.250 kg (tveggja hæða)
Ferðahæð: allt að 500 m
Hraði: 10 m/s

Schinder 7000 háhýsalyfturnar eru toppurinn

> Schindler 7000


PORT áfangastaðastýring

Port áfangastaðastýringin eykur afköst, stytti biðtíma og fjölgargi valmöguleikar í aðgangsstýringu.

> PORT Áfangastaðastýring