Hótel - Fimm stjörnu gæði og þjónusta

Hótel
Fimm stjörnu gæði og þjónusta

Lyftur og rennistigar fyrir hótel frá Schindler fara hljóðlega um og auka á þægindi sem gestum eru boðin. Þeir njóta fallegrar hönnunar og starfsfólks sem býður gesti velkomna með hlýju og vingjarnlegu viðmóti.

Hafið samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður

Sími +354 565 3181
schindler@schindler.is


PORT áfangastaðastýring tryggir góða nýtingu og sparar orku

Nýr stýribúnaður frá Schindler fyrir áfangastaðastýringu, PORT, byggir á tækni mikillar framþróunar. Með honum er auðvelt að stýra flæði fólks á álagstímum. Hótelgestir þurfa því ekki að bíða lengi eftir lyftunni við inn- og útskráningu. Búnaðurinn tryggir líka hámarksnýtingu á orku með hópstýringu á tveimur eða fleiri lyftum í einu.

Stærðir í samræmi við aðstæður á hverjum stað

Við bjóðum mikið úrval af lyftum og rennistigum sem laga má að sérstökum þörfum. Lyftu- og rennistigabúnaður frá Schindler er þekktur fyrir einstaklega góða hönnun. Stærðum má auðveldlega breyta í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Slíkir valkostir auka á hagkvæmni og þægindi fyrir eigendur og hótelgesti.


Minni hótel

Burðargeta: 400 kg - 1.125 kg, 5 - 15 manna
Lyftihæð: allt að 60 m and 20 hæðir
Hraði: 1,0 m/s og 1,6 m/s

Schindler 3300 er rúmgóð farþegalyfta fyrir íbúðarhús og minna atvinnuhúsnæði. Þessi lyfta er afar afkastamikil, glæsileg á að líta og með mikla burðargetu. Auðvelt er að koma henni fyrir því að hún fellur inn í allar staðlaðar stærðir lyftustokka. Hún er auðveld í notkun og sparar fé í rekstri með miklum orkusparnaði.

Stærri hótel

Burðargeta: 630 kg - 2.500 kg, 8 - 33 manna
Lyftihæð: allt að 150 m og 50 hæðir
Hraði: frá 1,0 m/s að 3.0 m/s

Þessi lyftugerð fyllir upp í bilið milli lág- og háhýsalyftanna. Hægt er að klæðskerasauma lyftuklefann og hurðastærðir eftir stærð lyftustokks. Fjölbreytt úrval af innréttingarefni og valmöguleikar í stýringu lyftunnar gera hana að fyrsta vali.

Háhýsi

Alheimslausn fyrir skýjakljúfa

Einnar hæðar eða tveggja hæða klefi
Burðargeta: 4.000 kg (ein hæð)
Eða 2x 2.250 kg (tveggja hæða)
Ferðahæð: allt að 500 m
Hraði: 10 m/s

Schinder 7000 háhýsalyfturnar eru toppurinn

Áfangastaðastýring

PORT áfangastaðastýringin eykur afköst og er með fjölmörgum möguleikum í aðgangsstýringu á hæðir.

Rennistigar

Búnaðurinn sem við mælum með er Schindler 9300 rennistigar, sem eru notaðir í stærri hótelum.