Við hönnun á ferðalausnum í sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir er höfuðatriði að þær séu traustar og áreiðanlegar. Allur búnaður frá Schindler er hannaður með öryggi sjúkra og vellíðan í huga. Það gleður líka rekstrarstjórana að honum má stjórna með hámarks hagkvæmni og að orkunotkun er í lágmarki.
HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður
Sími +354 565 3181
Schindler 2500 eru hönnuð fyrir mikla notkun og álag á klefa og hurðir.
Lyftur sem renna ljúflega milli hæða og af öryggi skipta höfuðmáli þegar í hlut á fólk í sjúkrarúmum eða í hjólastólum. Aðgengi í Schindler 2500 lyftuna og úr henni er án hindrana fyrir sjúklinga. Hún fer sinna ferða hljóðlát og notaleg og stendur fyllilega undir væntingum sem traust og áreiðanleg.
Burðargeta: 630 kg - 2.500 kg, 8 - 33 manna
Lyftihæð: allt að 150 m og 50 hæðir
Hraði: frá 1,0 m/s að 3.0 m/s
Þessi lyftugerð fyllir upp í bilið milli lág- og háhýsalyftanna. Hægt er að klæðskerasauma lyftuklefann og hurðastærðir eftir stærð lyftustokks. Fjölbreytt úrval af innréttingarefni og valmöguleikar í stýringu lyftunnar gera hana að fyrsta vali.
PORT áfangastaðastýringin gefur meiri möguleika í stjórn lyftanna, ef takmarka þarf aðgengi og forgangsstýringu.