Endurnýjun á lyftu í Blönduvirkjun

20.11.2013

HÉÐINN Schindler lyftur munu sjá um endurnýjun á lyftunni í kapalgöngum Blönduvirkjunar.
Lyftan er um 3x hærri en aðrar hæstu lyftur landsins, eða um 238 m, jafngildir þremur Hallgrímskirkjum. Lyftan er með 400 kg burðargetu, 27 stoppum og hraðinn er 1,78 m/s. Inni í göngunum er straumfæðing frá aflvélum og upp í stjórnstöð. Orkan er 180 MW og er 11.000 volta straumur á þeim. Lyftugöngin sjálf eru úr stálgrind og eru þau S laga og um 1,6 m út úr lóðlínu. Aðstæður eru mjög erfiðar og munum við t.d. nota Schindler TX stýringu sem notuð er í Schindler 7000 lyftunum. Lyftan var sett upp árið 1990 af Héðni hf.

Hafðu samband

HÉÐINN Schindler lyftur ehf.
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður
Sími +354 565 3181

Kvöld og helgarútköll
Sími 5 444 777

> schindler@schindler.is

Endurnýjun á lyftu í Blönduvirkjun

Júní 2014.

HÉÐINN Schindler lyftur hefur lokið endurnýjun á lyftunni í kapalgöngum Blönduvirkjunar.
Aðstæður voru mjög erfiðar og notuðum við t.d. nota Schindler TX stýringu sem notuð er í Schindler 7000 lyfturnar. Einnig var skipt um hnappa, hengikapla, gír, burðarstrengi, hraðabremsu, stýrihjól f. leiðara, allar legur í hjólum og rúllum, hjól og samhæfingarvíra í hurðum og margt fleira. Lyftan var síðan úttekin af sérfræðingi frá Schindler sem er sérhæfður í lokaúttektum á háhýsalyftum.